Draumahöll

Draumahöll

Published (year)
2021
Image
Band / Artist

Elín Bergljótar söngkona og lagasmiður var um langt árabil í hljómsveitinni Bellstop ásamt sínum fyrrverandi sambýlismanni Rúnari Sigurbjörnsyni og saman gáfu þau út þrjár breiðskífur, þar á meðal eina í Kína þar sem þau bjuggu í nokkur ár.

Í október 2021 gaf hún út sína fyrstu sólóplötu er nefnist Draumahöll. Má segja að efni hennar sé óvægin sjálfsskoðun og uppgjör við erfiðan skilnað, við tónlist sem er bæði lágstemmd og rokkuð en alltaf með undirliggjandi blústaug.

Guðmundur Jónsson þekktastur úr Sálinni hans Jóns míns var Elínu til halds og trausts við gerð plötunnar og eftir þau liggja átta frumsamin lög ásamt ábreiðu af laginu Einhvers staðar einhvern tíman aftur eftir Magnús Eiríksson.